Er þetta rétt?

Í vikunni sem er að líða, var ég í vinnu á mánudag, engin vinna á þriðjudag, á miðvikudag vorum við nokkrar, sem vorum ræstar út og var vinna til 12. A fimmtudag var engin vinna, en svo mættu allir á föstudag. Núna er mæting eftir flaggi.

Á fimmtudag var ég stödd niðri á bryggju. Þar voru skip í löndun. Þegar ég fór að fylgjast betur með, tók ég eftir því, að fiskurinn var ekki keyrður á fiskmarkaðinn eða settur upp í vörubíla, sem svo keyrði honum í frystihúsin, heldur voru körin keyrð í gáma. Þar fór fiskurinn, sem við hefðum getað verið að vinna, hugsaði ég.

Getur það verið réttlætanlegt, að vinna liggur niðri í frystihúsunum vegna hráefnisskorts, þegar heilu gámarnir eru sendir úr landi? Ekki finnst mér það. Mér finnst að frystihúsin hérna heima ættu að geta boðið í fiskinn, áður en hann er sendur út. Auðvitað vilja útgerðirnar fá sem mest fyrir hráefnið, ég skil það alveg, enda erum við með trilluútgerð, en að útiloka heimamenn svona algjörlega, finnst mér með engu móti réttlætanlegt.

Ok, ég er fastráðin og fæ kaup, þó að ég sitji heima, en hvað með lausráðna fólkið? Á hverju eiga þau að lifa, þegar vinnan liggur niðri dag eftir dag? Einhverjir fá atvinnuleysisbætur, en hvernig er það með Pólverjana, sem ég er að vinna með, hafa þeir einhver réttindi? Er einhver sem veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband