Bloggleti

Er í einhverri bloggleti núna, en ætla að reyna að henda einni færslu hérna inn.

Helgin fór öll í það að sauma nýnar gardínur í stofuna, ganginn og svefnherbergið okkar. Saumaði mér felligardínur og gekk bara alveg ljómandi vel. Georg og Margrét eru ekkert sérlega hrifin af þeim, en mér er sama, ég er ánægð með þær og hef bara fengið hrós, nema frá þeim tveim.

Er að sjóða lifrarpylsu í matinn, féll í freistni niðri í Krónu, nammmmmmmm. Já,já, ég veit, þetta er ekkert voðalega grennandi, en þetta er bara svo hræðilega gott, og svo fær maður þetta svo sjaldan.

Er byrjuð að vinna aftur eftir langt sumarfrí. Gott að allt er komið aftur í reglu, þar með talið svefninn. Byrjaði að vinna á þriðjudaginn í síðustu viku, var vinna alla vikuna og í gær, í dag var frí, en svo hringdi Daði í mig og bað mig að mæta á morgun, bara fastráðna fólkið á að mæta, ætli það sé ekki eitthvað lítið af fiski á leiðinni. Nýtt kvótaár er byrjað, er soldið kvíðin fyrir vetrinum. Við höfum verið mikið í þorski, ætli vinnan minnki eitthvað? Það verður bara að koma í ljós en ekki er útlitið gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já,nammi namm............

Sunna (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert ekki ein um að elska lifrarpylsu, svo mikið er víst. Hef einmitt staðið í því líka að setja upp nýjar gardínur hjá mér svona sem tilraun til tilbreytinga í nánasta umhverfi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 106698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband