15.8.2007 | 11:19
Ég skipti.......
..........ekki um veski samt, heldur skó. Fyrir fjórum árum keypti ég mér forláta ecco skó á útsölu á 4000 kall. Bestu skór sem ég hef átt, enda er ekkert sem jafnast á við ecco. Danir eru snillingar, þegar kemur að gæðum. Þessir skór hafa nánast verið fastir við fæturnar á mér undanfarinn fjögur ár, eiginlega orðinn hluti af mér. En undanfarið hef ég skammast mín að láta sjá mig úti í þessum skóm, þeir eru svo slitnir. Hef verið að leita mér að staðgengli, en ekkert gengur. Keypti reyndar aðra ecco skó í vor, en þeir eru soldið þröngir, enda er ég með breiðustu fætur norðan ekvator. En í gær fann ég skó hjá AxelÓ á útsölu. Hinir voru settir í poka og eru núna komnir inn í skáp, er ekki alveg tilbúin að henda þeim alveg strax. "Get notað þá í vinnuna" er afsökunin fyrir að geyma þá. Ætli það endi ekki með, að kallinn eða einhver annar verði fenginn til að koma þeim fyrir kattarnef, þó ekki nefið á Tomma eða Blíðu. Annars var Tommi ráðinn í vinnu um daginn. Esra bauð honum vinnu sem rottufangari í kjallaranum hjá sér, þar sem við Dinna sáum rottu þar um daginn. Reyndar sá ég bara einhvern skugga milli þilja, en Dinna sá hana klárlega. Reyndar fékk Tommi engu ráðið um það, hvort hann fengi þessa vinnu, honum var rænt og hent inn í kjallarann. Þar átti hann svo að veiða þessa blessuðu rottu, en honum hefur ekkert litist á það að vera þarna í lyktin af Grimmhildi, afsakið, Mánamjöll. Hann sagði víst vinnuni upp eftir smá stund, enda er þetta ekkert annað en þrældómur, að vera tekinn af götunni og skipað að vinna ákveðið verk, þó svo að góð steik er í boði. Hefði samt viljað sjá Esra vera að burðast með köttinn, hann er svona þrisvar eða fjórum sinnum stærri enn Mánamjöll. Örugglega skemmtileg sjón það. |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Tommi var nú ekki ánægður með vinnuna,hann horfði á mig með sínum sorgmæddu augum og auðvitað hleypti ég honum út straks,ég stoðst ekki augnaráðið hans,aldrey séð sorglegri augu á ketti eins og á Tomma,hann bræðir mig alltaf þegar ég sé hann.
Bóla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:49
já...Tommi og Esra eru sirka jafn stórir.....
Baun (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.