Maður fer nú ekki að skipta

Undanfarið hafa verið auglýsingar í sjónvarpinu, þar sem fólk heldur upp á gamla hluti eða skoðanir, bara til þess að halda upp á þær, maður fer nú ekki að skipta.

Ég á einn svona hlut. Fékk hann einhverntímann eftir fermingu. Ætli ég hafi ekki verið svona 15 ára, hugsa það. Ég keypti mér svona hlut, en svo pissaði kisan mín á hann og mamma gaf mér nýjan, alveg eins og hefur hann verið í notkun síðan og er enn.

Ég er að tala um seðlaveskið mitt. Þetta er eina seðlaveskið sem ég hef átt um ævina. Fyrir 10 árum eða meira bilaði rennilásinn fyrir mynthólfið. Síðan hefur mintin dottið úr með reglulegu millibili, þegar það verður of mikið í. Stundum bölva ég því, þegar ég er inni í verslun og þarf að tína klinkið upp úr gólfinu, eða þegar allt hrynur niður í innkaupapokann. Á svona stundum lofa ég sjálfri mér því, að nú fari ég sko að kaupa mér nýtt veski, en svo þegar heim er komið, er þessu loforði gleymt, viljandi eða óviljandi.

Vinkona mín hefur oft haft á orði, hvort ég fari nú ekki að finna mér annað veski, helst þegar ég sten með botninn upp í loft í einhverri verslun að tína klinkið upp, en nei, veskið er búið að endast mér í 27 ár, maður fer nú ekki að skipta.

Reyndar hef ég nokkrum sinnum leitað mér að nýju veski, en aldrei rekist á neitt sem kallar til mín, eins og skórnir í Hagkaupum gerðu, en það er efni í annað blogg. Annaðhvort eru veskin alt of stór og klunnaleg, eða þá að þau eru bara hreint og beint ljót.

Veskið mitt er úr ekta kálfaskinni. Þegar ég keypti það, eða mamma, var það ljósdrapplitað, en eftir margra ára notkun er það núna einginlega orðið dökkbrúnt. Um daginn byrjaði að koma saumspretta í klinkahólfið, mér til mikillar mæðu. Á ég að reyna að gera við það og setja nýjan rennilás í leiðinni, eða á ég að fá mér nýtt? Hvar finn ég veski, sem höfðar til mín. Þetta er orðið mikið mál fyrir mig. Ég vill ekki bara eitthvað veski, það verður að kalla til mín úr búðinni. Ennþá hefur það ekki gerst, en hver veit, kannski einn daginn heyri ég lága röddu kalla til mín úr einhverri verslun: "Matthilda, taktu mig með þér heim og ég skal þjóna þér dyggilega næstu 30 árin"

Er ekki nóg annars að eiga tvö veski um ævina?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta veski er partur af þér...þú getur ekki farið að skipta!!

Baun (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég veit, það væri svipað og að höggva af sér fótinn.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.8.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband