6.8.2007 | 17:43
Ein skemmtilegasta helgi ársins búin...........
.............og þá er bara að byrja að skipuleggja næstu eftir ár. Helgin var að vanda skemmtileg, söngur, brandarar og skemmtilegheit í tjaldinu langt fram á morgunn. Stelpa í kuldagalla, með húfu og í vettlingum villtist inn í tjaldið, fólkið vildi fá að vita, hvort hún væri að fara að hitta jólasveininn. Hjá mér endaði þessi frábæra helgi í sjúkratjaldinu, sem er reyndar ekki tjald, heldur skátahús. Eftir allar óbeinu reykingarnar og læti á litla danspalli, fékk ég rosalegt astmakast. Var auðvitað ekki með pústið á mér, sjúkraliðinn í fjölskylduni fylgdi mér upp í sjúkratjald að fá púst, en þau voru ekki með steralyfið, sem mig vantaði. Fékk púst frá þeim, en varð að fara heim um sjöleytið að fá mér stera, sem voru löglegir, by the way. Nennti ekki inn aftur, sleppti því að reyna að slá metið, það kemur önnur Þjóðhátíð eftir ár. |
Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já....Dans á rósum eru stórhættulegir þegar þeir taka Sálina!!
Baun (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.