15.7.2007 | 22:50
Ég er unglingur
Fór með litlu skottuna mín til vinkonu sína í dag. Þær voru þrjár í mömmó í tjaldi í garðinum. Sú elsta var mamman, mín unglingurinn og sú minnsta var litla barnið. Var að fylgjast með þeim aðeins úr fjarlægð. Þá kemur mín út úr tjaldinu, en "mamman" var nú þegar úti. Þá segir mamman:"Þú átt að vera inni og passa hana." Mín svarar:"Ég er unglingur, ég er að fara út að hjóla, þú getur bara passað hana sjálf." Úppsss.........hún hefur örugglega heyrt systur sína segja þetta nokkrum sinnum, þetta með að hún getur bara passað sjálf. Hef heyrt þetta nokkrum sinnum:"Þú fæddir hana, þetta er þitt barn, passaðu hana bara sjálf." Já, það læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Annars sat hún áðan að horfa á sjónvarpið. Alt í einu segir hún, voða spennt:"Mamma, þú færð ókeypis rakamælir, ef þú kaupir málningu frá fugger." |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð og takk fyrir síðast.
Já börnin eru yndisleg og vægast sagt frábært að hlusta á þau í þykjustuleikjunum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2007 kl. 01:03
já....vantar þér ekki rakamæli?
Það þarf nú að hafa rakstigið á hreinu í tjaldinu eftir 3vikur!!
Baun (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:03
hehe.........ég get lofað þér því að rakastigið í tjaldinu verður mjög hátt....
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.7.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.