Lítil stelpa með horn

Lenti með litlu skottuna uppi á spítala áðan. Hún var að stelast út í háhæla skónum hennar systur sinnar (sorry, Margrét), sem eru allt of stórir og auðvitað kom að því sem ég var búin að spá, hún datt í tröppunum. Heyrði þessi líka rosalegu öskur úti, vissi að þetta var ekki bara væl, henti prjónunum út í loftið og hljóp út. Hún hélt um höfuðið. Þegar ég fór að leita, fann ég stórt horn, alveg að fara að blæða. Kallinn hringdi á vaktina (auðvitað bregður manni að sjá svona) og læknaneminn, sem er við afleysingar, sagði okkur að koma bara strax. Brunuðum upp á spítala, sem betur fer var þetta "bara" kúla. Það væri svo sem ekkert nýtt, ef það þyrfti að sauma. Vorum búnar að vera einn dag í Færeyjum í fyrra, þega skottan datt á baðinu, þá var saumað eitt spor. Hún var ódeyfð, en það heyrðist ekki eitt einasta píp frá henni. Daginn eftir var svo farið í dótabúðina að fá verðlaun, fyrir að vera svona dugleg. Ok, aftur að málinu. Okkur var sagt að fylgjast bara með henni, ef hún virðist verða ringluð eða kastar upp, á að hafa samband aftur, þá er hún með heilahristing. Vonandi verður ekkert svona. Núna situr hún í rólegheitum í sófanum (já, hún getur líka setið róleg) með Blíðu hjá sér og er að borða skyr. Blíða er steinsofandi undir teppi, sætar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæks!

Baun (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband