11.7.2007 | 12:59
Dómarar götunnar
Hvað eða hver gefur fólki rétt á að dæma aðra? Ég bara spyr. Vinkona mín fékk þann dóm um daginn, að eldri dóttir hennar yrði komin í dópið 13 ára og yngri dóttirin gengur pissublaut um allan bæinn. Þetta var sagt við hana á vinnustað hennar. Yngri dóttirin er frænka mín, þannig að ég þekki þau að mínu mati mjög vel. Hef ekkert út á uppeldið að setja. Hver gaf þessari konu rétt á að dæma hana og börnin hennar svona? Má hún það af því að að hún telst vera frelst? Eru þeir sem fylgja Guði eitthvað betri en við, þessir almennu syndarar? Er til eitthvað sem heitir fyrsta flokks og annars flokks fólk? Ekki í mínum heimi. Í mínum heimi erum við öll eins af Guði gerð. Geri engan mun á rónanum í strætinu og forseta vor, við erum öll jafn mikils virði, sama hvaða veg við kjósum að ganga. Lífsmottó mitt hefur altaf verið: Komdu fram við aðra, eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Að mínu mati höfum við engann rétt að dæma aðra. Það geta verið margar ástæður fyrir því, hvernig fólk er. Hugsum um okkur sjálf og látum aðra vera, nema þá til þess að sýna þeim vinsemd. Ekki dæma aðra fyrir hvernig þau haga sér í dag, kannski eiga þau erfiðan dag, akkúrat þann dag sem við kynnumst þeim fyrst. Gefum öðrum tækifæri. |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr!!
Baun (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.