1.7.2007 | 22:40
Spurningaflóð
Fór með litlu skottu í smá sunnudagsrúnt í dag. Það var þvílíkt spurningaflóð úr aftursætinu. Reyndi að svara eftir bestu getu, en átti erfitt með sumar spurningarnar. Hvernig sofa hestar? Hvernig býr maður til trommu? Hvenær koma berin? Afhverju kemur eldgos? En afhverju þarf að koma eldgos? Afhverju vorum við að skoða húsin í jörðini? (Pompei norðursins) Hvað eru pulsur? Afhverju svínakjöt? Hvar sáum við svín? Hvenær förum við aftur í Húsdýragarðinn? Hvað þýðir framhjá? Afhverju er Sunna hrifin af hestum? Hvað borða lömbin? Afhverju borðum við lömbin? Afhverju eru fréttir? Svona gekk þetta allan rúntinn. Skemmtilegur aldur, þegar þau eru að byrja að spekúlera í hlutunum. |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 106698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eru alveg ótrúleg þessar elskur.En ég held að það slái enginn henni Eydísi við þegar hún var fimm ára Hörður greyjið var á barmi taugaáfalls þegar hann var búinn að vera einn með henni í klukkutíma í bíl.Hann kom skjálfandi og eldrauður í framan og skilaði henni með þau skilaboð að hann hefði aldrei á æfi sinni hitt eins spurult barn.
Bóla (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 23:45
Sá sem ekki spyr fær ekkert að vita!
Baun (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 17:22
Get bætt einni góðri við frá sex ára dóttur minni: "Mamma, varð Guð þreyttur þegar hann skapaði okkur"?
Sigríður Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.