26.6.2007 | 20:22
Ekki leti
Ástæðan fyrir að ég hef ekkert bloggað er ekki leti, heldur mikill dugnaður. Er búin að vera svo upptekin með prjónana, að talvan hefur verið útundan. Kláraði þessa peysu í dag, er bara nokkuð ánægð með hana. Fékk frábært og einlægt hrós frá yngstu dótturini í gær, þegar ég var að máta. Hún spurði:"Ertu búin með peysuna?" "Ekki alveg, ég á eftir að setja rennilásinn í." svaraði ég. "Þegar þú ert búin með hana, viltu þá koma í leikskólann í henni að ná í mig?" "Finnst þér hún falleg?" spurði ég. "Já" segir sú stutta. Þetta yljaði mér um hjartarætur. Henni fannst peysan svo falleg, að hún vildi að konurnar uppi á leikskóla myndu sjá hana. Svo þegar ég náði í hana í dag, í peysuni, auðvitað, sagði hún við þær:"Mamma mín er í nýju peysuni." svo allar heyrðu.
Annars er ég líka búin að prjóna tvær húfur líka, á eftir að þæfa þær og skreyta.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 106789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært hjá þér, ég hef líka verið að prjóna
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 20:30
Ógó flott!! Og FLOTTIR litir!! þú ert snilli!!
Baun (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:45
Vá! djös dugnaður í þér stelpa!!!!
Saumakonan, 27.6.2007 kl. 18:56
Takk stelpur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.6.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.