20.6.2007 | 17:40
Tommasteik
Hann Tommi köttur er duglegur veiðiköttur. Um daginn, þegar Hvanneyri var rifið, var fólki í hverfinu sagt að loka gluggum og hurðum (ekki mér, ég var að vinna) afþví að það þutu rottur um allt, þegar niðurrifið byrjaði. Samt hafði Ási verið í nokkra daga þarna með eitur, gildrur og ég veit ekki hvað. En allavega. Ég hef enga heimsókn fengið, en ég tók eftir blóðslettum á stéttini, en þrátt fyrir að hafa leitað, fann ég ekkert lík. Hann Tommi hefur örugglega náð sér í góða steik og borðað hana upp til agna, muna að ormahreinsa köttinn. Nokkrum dögum seinna fór ég með yngstu dótturina í sjoppu, á heimleiðini sá ég hálfa rotti í garði nágrannans. Ætli tommi hafi verið þar að verki? Kannski maður ætti að fara að bjóða upp á Tommasteik? |
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 106789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af misjöfnu þrífast kettirnir best, annars borðar minn bara innfluttan óþvera frá BNA.
Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 22:49
Já hann Tommi er sko aðal kisukarlinn í götunni,Yndislegur
Bóla (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:36
Mýs eru í lagi en rottur???? ROTTUR????? *megahrolluroghlaupiífelur*
Saumakonan, 25.6.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.