Í ljúfum dansi

Keypti mér safndisk um daginn, með lögum, sem ég hef ekki heyrt í mörg, mörg ár.

Setti diskinn í spilarann, fyrsta lagið var með danskri hljómsveit, sem kölluðu/kalla sig Bamses venner. Lagið heitir Tænker altid pá dig. Byrjar vel hugsaði ég, gamalt og gott lag úr fortíðini.

Næsta lagið færði mig aftur í tímann, í dansistovuna í Fuglafirði. Alt í einu var ég orðin 16 ára aftur. Lagið var með Suzy Quatro, She´s in love with you.

Þarna var ég komin, 25 ár aftur í tímann og fann mig innanum fullt af fólki, hvers andlit ég man eftir, en ekki nöfnin. Dansaði í ljúfum dansi, í diskógallanum og með premanentið. Fann fyrir ójöfnunum í gólfinu. Rosalega var þetta skemmtilegur tími.

Næsta lagið var með Leo Sayer-More than I can say. Alt í einu var ég komin í armana á strák, sem ég var rosalega hrifin af á þeim tíma. Við dönsuðum þétt saman, innanum alt hitt fólkið. Vinkonurnar voru ekki langt undan. Þarna var Jórun, besta vinkonan mín þá og Gunn, sem einnig var mjög góð vinkona.

Alt í einu streymdi heldur líflegri tónlist úr hátalaranum, Feels like I´m in love með Kelly Marie. Við vinkonurnar sheikuðum við þetta lag óteljandi sinnum. Í diskógallanum, auðvitað. 

Annað lag var með F.R. David-Words. Þarna var ég aftur komin í fangið á einhverjum strák, sem ég man ekki hvað heitir, enda skiptir það ekki svo miklu máli. Allavega var hann frá Ströndum.

Svona hélt þetta áfram, allan diskinn á enda. Hvert flash-back´ið eftir annað.

Þegar diskurinn var búinn, stóð ég sveitt með kústinn, sem ég hafði dansað við. Leit í kringum mig, var búin að henda niður einum blómapott, mold út um alt. Mjólkurferna lá á hliðini á borðinu, og kakan var nær brunnin ínni í ofni. Býttar engu, hugsaði ég, þetta er hægt að hreynsa upp, en minningarnar hverfa aldrei. En mikið rosalega er gaman að fá svona flash-back annað slagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....fæ stundum svona flash-back við Mettalica....og það tengjist yfirleitt ölvun og ælu.....

Wham er betra!

knúsar,

 

Baun (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 19:41

2 identicon

Þetta kemur stundum fyrir mig,aðallega þegar ég hlusta á Bítlana og ég tala nú ekki um fyrstu lögin sem ég man eftir með BeeGees.td Dont forget tu remember me.Tað minnir mig alltaf á Evert og Maggy í Fuglafirði með gítarinn og allir sungu hástöfum með.Gaman að þessu

Bóla (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband