15.6.2007 | 15:14
Mig langar í typpi
"Ég fékk typpi í afmælisgjöf, það er með spotta, sem maður togar í, þá titrar það. Það er meira að segja með nef" sagði vinkonan við okkur í kaffipásuni. "Ég mun ekki hika við að beita því" bætti hún svo við. Þessi vinkona mín er búin að vera einstæð í þrjú ár.
"Mig langar líka í typpi. Afhverju gefur engin mér typpi í afmælisgjöf?" sagði hin einstæða vinkonan við borðið.
"Langar þig í typpi?" sagði ég. "Ég skal gefa þér eitt í afmælisgjöf. Þarf karlmaður að vera fastur við það?"
"Ekkert endilega, ef hann er vel efnaður, þá kannski." sagði hún.
"Ok, geturðu beðið þangað til í ágúst, þegar þú átt afmæli, eða viltu fá það strax?" spurði ég.
"Ætli ég geti ekki beðið. Vertu ekkert að hafa karlmann fastan við það, það er bara vesen sem fylgir þessum gaurum."
Nú verð ég að gera mér ferð í bæinn í ágúst að versla.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyy ég á eitt!! Svart og stórt og ef maður tekur í hausinn þá kviknar á því!!!! Ok ok ok... ekki misskilja... þetta er EKKI kallinn minn heldur kveikjari sem MÓÐIR mín færði mér frá Spáni!!! Alveg déskoti raunverulegt... allavega fékk elsti sonurinn nett áfall þegar hann sá þetta
Saumakonan, 15.6.2007 kl. 23:08
Aldrey gefur neinn mér typpi
Bóla (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 00:04
...það er spurnig hvers maður óskar sér í afmælisgjöf.....hmm....
Baun (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:29
Saumakona: hehe ég sem hélt að þú værir að tala um kallinn þinn.
Mæðgur: þið búið bara til óskalista.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.6.2007 kl. 14:02
Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 16.6.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.