7.6.2007 | 19:57
Hvanneyri horfið
Þá er búið að rífa Hvanneyri. Það var reyndar löngu kominn tími á þetta, en nú er það allavega farið.
Ekki veit ég, hvenær þetta hús var byggt, en líklega milli 1908-1913. Húsið mitt er byggt 1913, alveg að verða hundrað ára.
Ég átti engar minningar úr þessu húsi, kom einu sinni inn í íbúðina í vesturendanum, en það voru margir hérna fyrir utan að horfa og greinilegt að margir áttu skemmtilegar minningar þaðan.
Þetta hús hefur verið í niðurníðslu í mörg ár. Það eru 2-3 ár síðan ég hætti að labba framhjá því, þeim megin götunnar, sem það stóð, var altaf hrædd um að fá hliðina yfir mig í heilu lagi.
Reyndar hélt ég, að það myndi hrynja þegar jarðskjálftarnir skóku allt og hristu hérna fyrir sjö árum síðan, en það stóð þetta af sér.
Ég notaði tækifærið og bað um að garðveggurinn yrði rifinn í leiðini og var það ekkert mál. Sunna sagði mér, að hann hefði bara tekið vegginn í heilu lagi.
Eitt er víst, ég mun ekki sakna þessa húss.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ mér finnst alltaf erfitt að sjá gömlu húsin hverfa,eitt af öðru,þótt ég viti að húsið var ónýtt og ég fékk betra útsýni og allt það.Tilfinningin er eins og þegar gamalt fólk deyr, maður vill hafa það áfram en veit samt að það verður að fá að fara.Kannski er ég bara svona klikkuð eða bara með svona gamla sál ég veit það ekki,en það er bara bara allt í lagi.
Bóla (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.