Mount Wash-load

Ég sé tvö fjöll út um stofugluggann minn, Helgafell og Eldfell. Þegar ég vaknaði í morgun, hafði myndast nýtt felli. Reyndar sé ég það ekki út um stofugluggann, heldur verð ég að fara niður í þvottahús til að sjá það. Hef farið upp á Helgafell, ekki Eldfell en er að spá í að reyna að sigrast á Þvottafelli. Hvimleitt að hafa heilt fjall niðri í kjallara hjá mér. Ég rétt leit undan, og vúpsí, þarna var komið fjall. Þetta er alveg með ólíkindum.

Sit annars með headfónin og er að hlusta á Gregorian. Kynntist þeim á youtube fyrir nokkru og ég varð strax heilluð. Nú er bara að finna geisladisk(a) með þeim. Mér var bent á Smekkleysu, en hvar er sú verslun? Í Reykjavík, jú, en hvar í Reykjavík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að klífa nokkur svona fjöll í gegnum lífið,ofsalega gaman þegar maður er komin yfir þau,það er bara verst að þau koma alltaf aftur

Bóla (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Saumakonan

alveg ótrúleg þessi þvottafjöll... var búin að klífa eitt hér en svo var allt í einu komið ANNAÐ!!!  *dæs*

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þessi blessuðu fjöll virðast bara koma í skjóli nætur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.6.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband