27.5.2007 | 19:24
Hitt og þetta
Var í skolun uppi á spítala í morgun. Það kom voða lítið núna, þarf ekki að mæta í fyrramálið, en fer til læknisins míns á þriðjudag, þá losna ég vonandi við rörið.
Ekki það að þetta er eitthvað að pirra mig eða gera mér lífið leitt, finn eiginlega ekkert fyrir því, en ég má ekki vinna, á meðan þetta er þarna inni. Það er altaf einhver leiðinda gegnumtrekkur og kuldi, og það er víst ekki nógu gott.
Svo fer ég til tannlæknis á miðvikudag, hann er nú þegar búinn að panta ferð til Spánar fyrir alla fjölskylduna.
Erum að fara út að borða á eftir. Betri helmingurinn er búin að vera með bátinn í sjóstöngini og við fengum auðvitað boðsmiða í matinn, kannski kemur hann heim með bikar, hver veit. Hann kemur yfrileitt með allavega einn, einu sinni kom hann með 4.
Er búin að skila af mér peysusett, sem ég var að prjóna fyrir konu hér í bæ. Er eitthvað eirðarlaus, hvað varðar prjónaskapinn. Þarf að klára vagnteppi fyrir frænku mína (og er búin að sitja með þetta í dag) en langar að gera eitthvað allt annað, prjóna með mörgum litum eða eitthvað flókið munstur. Veit eiginlega ekki, hvað mig langar að gera. Kannski peysu með færeysku mynstri. Nóg er nú til af prjónablöðum á þessu heimili. Svo er ég byrjuð á lopapeysu á sjálfa mig. Æææææææ, ég veit ekki.
Kannski ætti ég bara að taka fram útsauminn. Færeyjakort, sem ég byrjaði á fyrir.............hmmmm........já.................nokkrum árum síðan. Systrir mín keypti hana fyrir mig og sendi mér hana í pósti, en haldið þið að ég hafi ekki þurft að borga toll af henni? Þvílíkt svínarí. Myndin var nær helmingi dýrari, komin hingað. Hún kostaði um 400 dkr, tollur var rúmar 300 dkr. Reikni svo hver sem vill. Hefði verið betur, ef ég hefði bara skroppið til Færeyja og keypt hana sjálf.
Ég hringdi auðvitað í tollstofuna, og var sagt að ef ég vildi fá myndina, yrði ég að greiða toll af henni. Það mætti halda að ég væri með verslun eða eitthvað.
Jæja, verð að fara að hafa mit til.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju í ósköpunum sendi systir þín þér ekki myndina innpakkaða??? Hefðir ekki þurft að borga neinn toll þá! Ef ég læt einhvern vin eða skyldmenni versla fyrir mig úti þá læt ég alltaf pakka inn vörunum og merkja... tollurinn getur ekkert sagt ef þetta er "gjöf"
Saumakonan, 28.5.2007 kl. 11:48
Þetta var bara hugsunarleysi, ekkert annað. Hún sendi kvittunina með, þessvegna fór eins og fór. Hefur ekki gerst aftur. Hef fengið sent garn frá Færeyjum, án þess að þurfa að greiða toll.
Maður lærir af mistökunum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 28.5.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.