25.5.2007 | 19:32
Röralögð?
Var í bænum í gær hjá háls-nef-og eyrnalækni. Hann setti rör upp í nefið á mér og inn í kinnholuna og skolaði svo úr, þvílíkur viðbjóður. Að hugsa sér, að ég skuli hafa verið með þennan viðbjóð í "andlitinu" á mér. Hann ætlaði ekki að hleypa mér heim í gær, en við urðum svo sammála um, að það ætti nú alveg að vera hægt að skola úr hér heima. Ég er nú með rör í nefinu, finn fyrir því, auðvitað, en það pirrar mig nú ekki mikið. Fór svo í morgun upp á spítala að láta skola, og var ég kennsludæmi fyrir hjúkkuna, sem aðstoðaði lækninn minn. Honum fannst með ólíkindum, hvað ég var með miklar bólgur. Þarf að fara aftur í fyrramálið kl. 11 (fæ að sofa út, hehe). Þarf að vera með þetta rör í nefinu, þangað til það er allt farið. Vonandi ekki of lengi.
Svo þarf ég að fara til tannsa. Læknirinn í Reykjavík sagði, að þegar það er svona litað, er það oftast út af skemmdri tönn. Ég finn ekki fyrir neinu, en það getur samt verið eitthvað að. Það mun örugglega kosta sitt, ætli ég borgi ekki sumarfríið fyrir tannsan.
En já. Það fjölgaði í fjölskylduni um daginn. Flestir vita örugglega, að við neyddumst til að láta aflífa Dimmu, kisuna okkar. Sorgin hjá stelpunum var svo mikil, að ég hringdi í vinkonu mína sem átti 6 vikna kettlinga og fengum við læðu, stálgrá, með mjólkurskegg, hvíta bringu og hvíta sokka á öllum loppum. Hún er alveg yndisleg og heldur greinilega mest upp á mig *mont*. Vill helst bara vera í fanginu á mér *meiri mont*. Hún heitir Blíða, eins og báturinn hans pabba, eins og stelpurnar segja. Set mynd af henni inn við tækifæri
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jukkk.... óskemmtilegt þetta með kinnholsbólgur og röravesen. Æji já settu mynd af kisulóru.... dauðlangar að fá mér kött eða hund.. hef alltaf verið með gæludýr þar til núna undanfarin ár... vil bara ekki fá mér nein dýr fyrr en ég VEIT að ég get hugsað um þau almennilega.
Saumakonan, 26.5.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.