22.5.2007 | 20:17
Lítið um eldamennsku
Ekki varð mikið um eldamennsku á þessu heimili í kvöld. Sú elsta var í sundi og sú yngsta var hjá vinkonu/frænku sinni. Kallinn er ennþá í eggjum, grillaði bara pulsur handa liðinu. Sjálf freistaðist ég til að fá mér kartöflumús með, siður sem ég lærði í Færeyjum. Sakna þess að geta ekki farið út í sjoppu og fengið mér steikta pulsu og kartöflumús, svo miklu betur en hot-dog.
Sakna líka knetti, skerpikjöt, ræst kjöt og grind og spik, svo ekki sé talað um harðfisk með soðnum kartöflum, spiki og smjöri, algjört sælgæti.
Langar að fara til Færeyja í sumar, en þar sem ég er að fara með vinnufélögunum til Tenerife í okt. hef ég varla efni á því. Enda fórum við síðasta sumar, reyni að halda þeim sið við að fara annaðhvert ár. Fer vonandi næsta sumar.
Langar líka að fara að heimsækja Súsönnu í Köben, hef ekki hitt hana síðan um það leyti sem ég flutti til Íslands. Hún kom í heimsókn til Færeyja, við keyrðum til Kirkjubö, þetta var í janúar, seint um kvöld. Ég var í einhverjum vafa, hvort ég ætti að flytja til Íslands, hafði kynnst yndislegum manni um áramótin, þegar ég var í eyjum, að reyna að jafna mig eftir erfið sambandsslit. Minn fyrrverandi vildi fá mig aftur, en það sem hún sagði þá, gleymi ég aldrei. Þú veist, hvað þú ferð til, ef þú tekur við honum aftut, en gleymdu því ekki, að yndislegur maður og sonur hans bíða eftir þér á Íslandi. Kannski er þetta þann rétti.
Sem betur fer, fór ég eftir hennar ráðum. Í dag er ég í hamingjusömu sambandi við þennan mann. Við eigum þrjár yndislegar stelpur. Lífið gæti ekki verið betri.
Hef oft hugsað um myndina Sliding doors. Hvað hefði gerst, ef ég hefði farið aftur til þann fyrrverandi? Við hefðum kannski verið saman einhvern tíma, en þetta samband var búið. Ætli ég hefði fundið hamingjuna eftir það? Ég trúi því, að við eigum einhvern, sem er ætlaður okkur, sumir eru svo heppnir að finna þann aðila tiltölulega fljótlega, meðan aðrir þurfa að ganga gegnum ýmislegt, til að finna hann.
Ég vildi allavega ekki skipta.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 106698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.