19.5.2007 | 15:17
hney
Var hjá háls-nef-og eyrnalækni í gær. Var með rosalegar bólgur í kinn-ennis- og einhverjum fleiri holum um páskana en þrátt fyrir tveggja vikna penisilinkúr, þá er ég ennþá með bólgur í kinnholunum. Hann vildi ekki skola út hjá mér í gær, var ekki með rétta deyfingu, verð því að gera aðra ferð til Reykjavíkur á fimmtudag. Mér datt ekki í hug að láta gera þetta með einhverri hálfri deyfingu, þarf að stinga nál í nefið á mér og djúpt inn í kinnholurnar. Skiptir engu máli, þó að ég hafi fætt þrjú börn í þennan heim, ég vill ekki óþarfa sársauka. Veit ekki, hvort ég á að kvíða fyrir eða ekki.
Í dag er skóladagur hjá Barnaskólanum. Fór upp í íþróttahöll að horfa á miðlinginn minn dansa, rosa flott hjá þeim. Hún var auðvitað laaaaaang flottust, í prinsessukjólnum sínum, sem hún fékk í Færeyjum í fyrra. Ég spurði hana, hvort það væri ekki alt of fínt að fara í þennan kjól, en þá dró hún miða upp úr skólatöskuni og las upp, að börnin ættu að vera snyrtilega klædd. Þar með var málið útrætt.
Lét hana nú samt skipta um föt, áður enn við fórum upp í skólann, maður fer ekki í prinsessukjól í hoppukastala. Þær systurnar eru þar núna, ásamt tveimur frænkum og vinkonu, sem er reyndar líka frænka stelpnana minnar, úr föðurætt. Veit samt ekki alveg hvernig. Eitthvað með fólkið hans í Keflavík.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.