Nú skil ég...............

................af hverju Celin Dion fer svona í taugarnar á mér. Konugreyið er nauðalík fyrrverandi mágkonu minni, sem gerði alt sem hún gat, til að niðurlægja bróður minn. Það leið ekki sá dagur, að hún kallaði hann aumingja, ræfil, fífl og annað verra. Það var orðið svo slæmt, að börnin voru líka farin að tala svona við pabba sinn.

Hvernig getur fólk látið svona við aðila, sem það elskaði einu sinni? Ég skil þetta ekki. Þó að maður hættir að elska hvort annað, þá hlýtur virðingin að vera til staðar, eða hvað? Er ég bara svona vitlaus? Ég meina, maður fer ekki að kenna börnunum að segja svona við pabba sinn, alveg sama hvað gengur á, eða................?

En hvað um það, greyið hún Celin Dion getur ekkert gert að því, þó að hún sé lík einhverri manneskju úti í heimi. Hún er frábær söngkona. Ætla að reyna að sjá ekki fyrrverandi mágkonuna og gefa söngkonuni sjéns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Hér hefuru einn CD aðdáanda.... dýrka lögin hennar       

Mín börn myndu bara EINU SINNI segja eitthvað svona við mig...   En það er svosem ekki skrýtið að þau hafi látið svona ef þau hafa haft þetta fyrir eyrunum alltaf hreint.   Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er víst máltækið og á mínu heimili er svona orðbragð ekki leyft... það sem ég vil ekki heyra frá þeim það segi ég ekki við þau (eða bóndann).  Oft getur maður orðið pirruð og fokið í mann en ALDREI myndi ég nota svona orðbragð við manninn minn eða börnin... er bara ekki í mínu eðli

Saumakonan, 18.5.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 106698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband