Leggjalangur klunni

Uppáhalds teiknimynd yngstu dóttur minnar þessa dagana er Hundalíf, þessi gamla á spólu. Það er horft á þetta dag út og dag inn. Ein setning sem kemur fyrir í myndini er nokkurnveginn á þessa leið:"Út með þig, leggjalangi klunninn þinn."

Í gær var ég svo stödd niðri í Krónuni með hana með mér. Fyrir framan okkur var grannur, hávaxinn maður. Þá hvíslar sú stutta að mér:"Leggjalangi klunni." Ég átti bágt með mig.

Smá stund seinna vorum við í biðröð við kassann. Á næsta kassa var vinkona elstu dótturinnar að afgreiða. Þá kallar skottan til hennar:" Flottur varalitur, Lilja." Ekki hafði ég tekið eftir því að stelpan var með varalit.

Þegar ég var svo að setja vörurnar í poka, segir hún:"Þessi stelpa er eins og Lína Langsokkur" og bendir á stelpuna, sem var að enda við að afgreiða okkur. Hún var með þessar fallegu freknur.

Ótrúlegt, hvað börnin taka vel eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 106590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband