Fallegur dagur

Tók mér smá pásu frá húsverkunum. Var svo upptekin í gær, að ég verð bara að skúra og annað í dag, eins gott að fólkið í Færeyjum nái ekki til mín núna, þeir halda hvíldardaginn mjög heilagan.

En já, var mikið að gera í gær, skellti einni brauðtertu saman í fyrrakvöld, skreytti hana í gær og fór með niður á kosningaskrifstofu. Svo var að gera stelpurnar tilbúnar fyrir brúðkaupið, Sunna Mjöll var alveg að fara yfirum af stressi. Ágústa var meiri róleg, en þær áttu að vera blómastelpur. Rétt náðum upp í kirkju, það voru auðvitað allir komnir á undan okkur, en við hverju er að búast, þegar þrjár rólegar eiga í hlut. Við erum frekar líkar í þessum efnum. Fyrst var brúðguminn skýrður og Eydís lét blessa stelpurnar sínar, svo var sjálf hjónavígslan. Eftir það var kaffi heima hjá Ásu, ekkert margir, bara nánustu ættingjar. Þegar það var búið, var farið í kirkjugarðinn með blómin, en það 60 ára brúðkaup hjá mömmu og pabba í gær. Settum líka blóm hjá Robba, Gurru og Birgittu.

Þegar það var búið, var brunað heim að ná í dýnur, sængur, náttföt og annað sem fylgir, en Elva bauðst til að þassa alla krakkana, takk, Elva. Svo að kjósa og auðvitað kaus ég rétt.

Um átta leytið fórum við svo í mat uppi í höll, en Georg var með bátinn í EFSA keppni, en það er Evrópumót í sjóstangarveiðum. Þar var rosalega góður matur og fullt af verðlaunum. Fékk svo sms, að Serbia hefði unnið söngvakeppnina. Leiðinlegt lag.

Næst var svo brunað niður á kosningaskrifstofu, héngum þar í spjalli til rúmlega tólf, þá var bara farið heim að sofa, enda búin að vera langur dagur. Það var vinna hjá mér, en þar sem barnapían er farin til Reykjavíkur að vinna, var ég löglega afsökuð, enda var ég fegin að hafa ekki farið, það er ekkert voða gaman að fara á fætur kl. 5 um nóttu til að pakka fiski í plast eða frauðkassa.

Vorum ekkert að vaka eftir niðurstöðum úr kosningunum, en frétti svo í morgun, að okkar maður hefði komist inn, gott mál það.

En já, var í Reykjavík á föstudag. Þurfti að hitta gigtarlæknin minn. Hann ráðlagði mér að minnka vinnuna, enda er ég ekki alveg að meika þetta að vera að vinna svona mikið og vera með þetta stórt heimili, það verður altaf eitthvað, sem verður látið sitja á hakanum. Verð að tala við verkstjórann minn á morgun. Vonandi fæ ég að minnka aðeins vinnuna, vill alls ekki hætta í vinnuni til að fara að vinna hálfan daginn á öðrum stað, mér líkar vel þarna sem ég er núna.

Jæja, hef þetta ekki lengur í bili. Sunna systir, ef þú lest þetta, hringdun í mig, númerin þín eyddust úr símaskránni í gemsanum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Alltaf nóg að gera á stórum heimilum.. láttu mig vita það hehehehe   Er nú svo "heppin" að ég læt aðra um að skúra hjá mér, víst nógu mikið annað sem þarf að gera og minn aumi skrokkur þolir ekki að berjast við skúringamoppur og ryksugur.  

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband