Árshátíð

Síðasta laugardag var árshátíð í vinnuni hjá mér. Hún var haldin í Oddfellow húsinu. Verkstjórarnir léku í myndbandi, við lagið hans Eika, Alla leið. Þeir voru með hárkollur og í leðurfötum. Ekki veit ég um marga verkstjóra, sem myndu gera þetta, allavega ekki á þeim stöðum, sem ég hef unnið á hingaðtil. Þetta sýnir bara, hvað ég á rosalega skemmtilega verkstjóra.

Svo var leynigestur, en það var enginn en hann Magni Rockstar. Sumar kellingarnar hreinlega misstu sig, mætti halda að þær hefðu verið kynsveltar í marga mánuði, og hann eini kallmaðurinn á svæðinu. Svo voru sumar, sem trúðu ekki, að þetta væri Magni, heldu hann Gúst frændi, enda eru þeir alveg rosalega líkir.

Vinkonurnar voru komnar á staðinn á undan mér, ein þeirra var alveg á eyrunum. Hún var greynilega að njóta þess að vera barnlaus. Ég varð eiginlega að skipa henni að fá sér eitthvað á diskinn sinn, hún ætlaði ekkert að borða, en hún má nú alls ekki við því að sleppa úr máltíð, ca. 1.50 á hæð og ég efast um að hún nái 40 kílóunum.

Við skemmtum okkur rosaleg vel, dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir. Um tvö leytið var ég búin að fá nóg og dreif mig heim. Þá var vinkonan í trúnó inni á klósetti við aðra stlepu, hágrenjandi.

En allt í allt, skemmtilegt kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband