16.2.2014 | 12:49
Vegabréfa veski
Síðasta sumar fór öll fjölskyldan til Tenerife. Við vorum 6 samtals og þar af leiðandi voru einnig 6 vegabréf sem þurfti að halda skil á. Ég tók að mér að geyma öll vegabréfin og í hvert skipti sem við þurftum að sýna þau, fór langur tími í að leita að þeim þar sem þau voru út um alla töskuna hjá mér. Ég setti teygju utanum þau, en fékk hana svo ekki tilbaka í eitt skiptið.
Þegar ég kom heim fór ég að hugsa, hvernig ég gæti haft þau öll saman og leitaði m.a. á netinu. Ég googlaði "passport wallet" og fann margar sniðugar lausnir, en það var sérstaklega ein sem mér leist best á og ákvað að prófa að sauma það.
Svona lítur framhliðin út.
Séð inn í veskið. Þar er pláss fyrir vegabréfin, farseðla, kreditkort og annað.
Það var ekkert flókið að sauma veskið, aðal atriðin voru að pressa vel alla falda áður en byrjað var að sauma, síðan var bara að sauma þetta saman, en þar sem ég ÞOLI ekki að sauma skábönd, mun ég breyta því eitthvað ef ég geri fleiri þannig að ég sleppi alveg við skáböndin.
Að lokum er hérna pennaveski sem ég saumaði til að hafa fylgihluti fyrir prjónadótið mitt í.
Bless í bili.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.