Ryðguð

Eitthvað klikkaði þetta hjá mér, enda langt síðan ég notaði þessa síðu síðast og er farin að ryðga aðeins.

 

2012-2013_338.jpg

 

 

 

 

 

 

 

En ég sem sagt prjónaði tvær peysur á rúmri viku, græna og svo eina gráa, þær eru báðar til sölu í GTG. Munstrið í þessari gráu er hefðbundið Íslenskt lopapeysumunstur. Eins og svo oft þegar ég byrja á nýrri peysu fitja ég bara upp og ákveð svo seinna hvaða munsturbekk ég ætla að hafa. Þessi var fyrir valinu einfaldlega af því að blaðið lá við hliðina á mér, en dóttirin var búin að prjóna peysu úr þessu sama blaði, þó ekki sama munstur.  Byrjaði á þessari á sunnudag og kláraði hana í gærkvöldi, tók mér aðeins lengri tíma í þessa. Veit ekki alveg með stærðina, á eftir að mæla peysuna. 

 

 2012-2013_329.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef oft séð á fb spurningar um, hvernig maður geymir prjónana sína. Mig langar að sýna ykkur þetta snilldar veski sem ég keypti á jólamarkaðinum sem var haldinn hérna í lok nóv.

2012-2013_331.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Hér komast allir prjónarnir fyrir, bæði hringprjónar og sokkaprjónar. Það er ekki smá mikið vinna við þetta og mjög vandað og finnst mér verðið sem hún setti upp fyrir þetta hlægilegt og svo langt undir því sem það ætti að kosta.

 

Þar sem GTG er að fara að flytja í annað húsnæði og ekki er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu á nýja staðnum ákvað ég að koma heim með saumavélina. Ég lagði undir mig herbergi elstu dótturinnar og þar er ég búin að vera að dunda mér undanfarið.

 

 2012-2013_339.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá leiðbeiningar á netinu á því hvernig á að gera svona töskur til að geyma t.d. prjónadótið í og skellti í eina handa mér, en lét ekki þar við sitja og saumaði 4 í viðbót sem ég fór með niður í GTG og að sjálsögðu gleymdi ég að taka myndir af þeim, en þær eru til sölu þar á kr. 3200.

 

2012-2013_340.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þessari eru 6 dokkur af einbandi sem ég er að dunda mér við að skapa eitthvað fallegt með :)

 

Meira er það ekki í bili, bæjó. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband