17.4.2011 | 12:36
Typpabrókin
Fyrir jólin var, eins og undanfarin ár, haldinn handverksmarkaður hérna í Eyjum. Það sem var "óvanalegt" var að ég ákvað að taka þátt.
Ég prjónaði helling af húfum og grifflum, en á meðan ég var að prjóna kom einginmaðurinn til mín og spurðu afhverju ég prjónaði ekki typpabrók, eins og við höfðum séð á netinu. Ég gæti þá látið bjóða í hana og gefið söluandvirðið til góðgerðarmála. Ég lét ekki segjast tvisvar og fitjaði upp á einni slíkri. Ég ákvað að hafa hana svolítið jólalega, svona í anda jólanna og áður en dagurinn var búinn datt þetta af prjónunum:
Það komu nokkur boð í hana og seldist hún loksins á 5400 kr sem ég gaf svo til innanbæjar-hjálparstarf kirkjunnar.
Annars hef ég verið að hekla undanfarið, koma vonandi myndir fljótlega.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha góð hugmynd hjá karli. Flott brók.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.