27.12.2010 | 16:27
Þrjár lopapeysur
Jæja, þá er bloggletin alveg að gera út af við mig. Það er nú samt ekki eins og ég hafi ekki prjónað neitt síðan í sumar, síður en svo. Ég hef verið að dunda mér við að búa til mína eigin munsturbekki á lopapeysur, með misjöfnum árangri, en get þó sýnt ykkur þrjár peysur sem ég gerði í sumar.
Hugmyndina að þessari fékk ég þegar ég labbaði framhjá verslun hér á eyjunni og voru fleece-jakkar með rennilás á ská í glugganum. Ég hugsaði með mér hvort að það væri ekki hægt að gera eitthvað sem líktist þessu og þetta varð útkoman, og er ég bara nokkuð ánægð með hana.
Ég ákvað að hafa einskonar grifflur prjónaðar með í ermina, en í örðum lit og undir stroffinu.
Þetta varð svo útkoman á munsturbekknum.
Ég get nú varla eignað mér þennan munsturbekk, ég sá mynd af svipaðri peysu einhver staðar á netinu, man ómögulega hvar, og fór og teiknaði eitthvað svipað niður. En ég er sátt með hvernig til tókst, svo ég segi nú sjálf frá.
Þetta er fyrsta peysan af þessum þrem sem ég prjónaði, ég var með allt aðra hugmynd í kollinum þegar ég byrjaði, en bekkurinn endaði sem sagt svona. Ég er ekki 100% ánægð með hann, ætla að breyta honum eða búa til alveg nýjan við tækifæri.
Þetta er svo öll peysan.
Þessar peysur eru allar prjónaðar út tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 7 og eru til sölu í Gallerý Heimalist á Strandvegi í Vestmannaeyjum.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En fallegar peysur Matthilda mín. Dugleg ertu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2010 kl. 20:04
Mjög flottar peysur. Sérstaklega þessi rennda á ská.
KV
Berglind Haf
Berglind Haf (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.