28.8.2010 | 20:51
Sorry
Eins og sést hef ég ekkert bloggað síðan í janúar á þessu ári, og að sama leiti hef ég varla snert prjónana fyrr en í Færeyjum í júní, en eftir að ég kom heim aftur úr þeirri ferð fékk ég prjónabakteríuna aftur og hafa prjónarnir varla náð að kólna síðan.
Það sem tók gjörsamlega allt loft úr mér og læknaði þessa prjónadellu tímabundið, var ekki einhver kraftaverka lækning (enda vil ég ekki læknast af þessari bakteríu), heldur óánægður og ósanngjarn viðskiptavinur. Þannig var mál með vexti, að ég var beðin að prjóna vesti fyrir eina konu. Ég fékk (að ég held) skýrar lýsingar á því, hvernig það átti að vera og prjónaði það fyrir hana. Svo þegar hún kom niður í Gallerý að ná í það, þá var það of stutt, of þröngt, of hátt í hálsinn og of þröngt í hálsinn. Þetta var á miðri vorvertíð og mikið að gera hjá mér í vinnunni. Þá fór hún fram á að ég prjónaði nýtt vesti fyrir sig, en ég sagði eins og satt var, að ég hefði engan tíma til að prjóna vegna anna í vinnunni. Þetta varð til þess að ég snerti ekki prjónana í nokkra mánuði, eða þangað til ég kom til Færeyja og náði svona aðeins að hreinsa hugann, að bakterían gerði aftur vart við sig og restina vitið þið.
Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef gert undanfarið, en það er þó alls ekki allt.
Þjóðlegar skotthúfur úr tvöföldum plötulopa, hugmyndina fékk ég úti í Færeyjum þegar ein vinkona frænku minnar kom með svona húfu frá Íslandi
Stelpurnar mínar að leika módel fyrir mömmu sína. Þessa grænu prjónaði ég á karlinn, hann fór í hana og tilkynnti mér að hún stakk og fór úr henni aftur (hún er úr Alfa), síðan hefur hún legið uppi í skáp í nokkuð langan tíma, eða þangað til að ég ákvað að selja hana bara og fór með hana niður í Gallerý og seldist hún nokkrum dögum seinna. Þessa hvítu og grænu þekkið þið frá blogginu á undan, en loksins kláraði ég hana og er hún núna niðri í Gallerý Heimalist. Sú brúna fór líka niður í Gallerý og seldist hún líka mjög fljótlega.
Séð aftan á
Tvær yngri stelpurnar vildu fá skotthúfur fyrir Þjóðhátíð og fékk Sunna svarta úr Viking Balder garninu
Ágústa litla skotta fékk að sjálfsögðu bleika, einnig úr Viking Balder, en það stingur ekki.
Yðar einlæg með svörtu húfuna á prjónunum.
Er með eitthvað fleira að sýna ykkur þegar það er tilbúið til myndatöku, vonandi líður ekki alveg svona langur tími þangað til.
Kveðjur
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gott að sjá þig mín kæra...ég lenti í svona prjónarugli , fékk pöntun og mynd með og gerði svoleiðis peysu. En þá kom í ljós að viðkomandi hafði ætlað að fá allt annað mynstur...ég prjónaði aðra..sem virkaði vel.
þetta dregur úr manni kjarkinn en það lagast...
fallegar myndir hjá þér
Ragnheiður , 28.8.2010 kl. 22:29
Gott að þú hefur náð þessari leiðinaskarfakerlingu út huganum. Sumt fólk bara getur ekki stillt sig um að vera andstyggilegt. FLottar peysur og skotthúfur. Knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2010 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.