ca. 12 kíló

Nei, ég er ekki búin að missa 12 kíló á síðasta ári, því miður, en ég prjónaði úr 12 kílóum.

Í janúar á síðasta ári ákvað ég að safna öllum miðunum sem eru utan um garndokkurnar. Ég verð að viðurkenna að það kom mér svolítið á óvart þegar ég hellti úr boxinu um áramótin, ég gerði mér ekki grein fyrir hvað þetta voru í raun og veru margir miðar.

aramot_o_a_037.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er allt snyrtilega raðað í boxinu. Fyrst vissi ég ekki hvað ég ætti að gera í sambandi við plötulopann, en fann mér svo blað og gerði strik fyrir hver 100 gröm sem ég notaði.

 

aramot_o_a_038.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öll hrúgan komin á borðið, svo var bara að byrja að sortera og telja, og var útkoman þessi:

Plötulopi 6200 gr.

Léttlopi 950 gr.

Hespulopi 100 gr.

Flóra 50 gr.

Handspunnin lambsull frá Ullarselinu á Hvanneyri 50 gr.

Kauni 460 gr.

Silver dream 1200 gr.

Fritidsgarn 350 gr.

Smart 200 gr.

Sandnes Alpakka 50 gr.

Lanett 150 gr.

Chili 100 gr.

Trysil Baby garn 350 gr.

Garnstudio Baby ull 50 gr.

Noro 100 gr.

Navia duo 150 gr.

Steinbach Wolle Julia Color 50 gr.

Steinbach Wolle Babi effect 150 gr.

California Bermuda 350 gr.

Patons Aran 400 gr.

Hayfield Aran 300 gr.

BC Garn Lucca 100 gr.

Needles 50 gr.

Himalaya 50 gr.

Samtals gerir þetta 11.960 gr.

Svo notaði ég eitthvað af afgangi sem ég hef ekki skráð niður, svo þetta gerir rúm 12 kg. Ekki amalegt það. Núna er ég búin að ákveða að nota eins mikið af plötulopanum sem ég á í geymslu og ég get án þess að kaupa nýjan, en ef það er einhver litur sem mig vantar er það bara allt í lagi, maður verður nú aðeins að fá að gleðja sjálfan sig, er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl...þú ert nú meiri prjónakonan....fallegt það sem þú hefur gert.

Og nú langar mig að biðja þig bónar...mig vantar upskrift af venjulegri lopapeysu með tveim þráðum af plötulopa. Ég á nokrar af Álafossbókunum, en finnst engin upskrift passa fyrir mig. Ég hef prjónað 1 fullorðinspeysu og 1 barnapeysu með 2 þráðum, útkoman var svosem ágæt, en það var dálítið mikið puð að reikna um...fyrir svona prjónakonu eins og mig. Hlakka til að fylgjast með prjónadótinu þínu.

Heyri kanski frá þér Kveðja frá Danmörku Unnur

unnur petersen (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Sæl Unnur, takk fyrir. Í sambandi við lopapeysur, hvað hefur þú í huga? Ertu að spá í lykkjufjölda eða einhverju allt öðru? Vonast til að heyra frá þér aftur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 26.1.2010 kl. 12:22

3 identicon

Sæl.

Ég á fult af upskriftum á lopapeysum úr 3 þráðum, ég held ég eigi einar 5 af bókunum frá Álafossi. Það sem mig vantar er lykkjufjöldi, hversu mikið á ég að slá upp, ( það gæti ég nú kanski alveg fundið út úr). En ég held að það sé úrtakan á berustykkinu sem ég á erfiðast með að reikna út. Þessar 2 peysur sem ég hef prjónað með 2 þráðum eru ágætar, en ég átti í vandræðum með þær. Ég á dálítinn slatta af lopa, kaupi venjulega þegar ég kem heim til Íslands. Og nu langar mig að gera svarta peysu með stjörnum, blómum eða hvað við eigum að kalla munstrið. Í haust sá ég alveg svakalega fallega peysu, úti á Kastrup flugvelli. Hún var síð, næstum því hvít og prjónuð úr tveim þráðum, mjög laust. Ég held bara að það sé sú fallegasta lopapeysa sem ég hef séð.´Mig minnir konan sem var í henni sagði að peysan væri keypt í Handprjónasambandinu.

Viltu svara mér beint á hotmailið

Kveðja Unnur

PS stórkostlegur leikur Íslands á móti Rússunum 

unnur petersen (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:12

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

hvað er mailið þitt?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.1.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Sniðugt hjá þér og rosalegt magn sem þú ert búin að prjóna úr : )

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 1.2.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband