7.1.2010 | 15:27
Restin af prjóni 2009
Hérna koma loksins myndir af því síðasta sem ég prjónaði árið 2009
Þessar tvær voru prjónaðar eftir pöntun handa kærustupari. Dömupeysan er úr tvöföldum plötulopa, en herrapeysan er úr þreföldum plötulopa.
Jólagjöfin handa tengdó, tvöfaldur plötulopi
Ég gat að sjálfsögðu ekki látið prjónana vera um jólin, þessa prjónaði ég handa sjálfri mér.
Miðlunginum mínum langaði í pokahúfu, svo það fékk hún.
Sú stutta vildi líka fá, að sjálfsögðu, bara með bleikum blómum.
Ég prjónaði þessa í sumar, hún er þæfð, svarta munstrið er prikkað með nál eftir þæfingu.
Þetta er svo það allra síðasta sem ég prjónaði á síðasta ári, kláraði reyndar síðustu 10 umferðirnar á nýársnótt.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár.
Mikið eru þessar peysur fallegar.
Hlakka til að sjá það sem þú munt framleiða á nýja árinu.
kveðja frá fastalandinu
Berglindhaf
Berglind , 7.1.2010 kl. 20:18
Þetta er afar fallegt hjá þér :)
Ragnheiður , 7.1.2010 kl. 20:25
Hei mamma mig langar í einhvernvegin svona pokahúfu :D
Margrét (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:57
Dugnaður er þetta.Flotta hjá þér sys.
dinna (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.