Félagsleg einangrun = einelti?

Ég er ekki týpan sem er vön að flagga mínum mín vandamálum fyrir alþjóð, en nú verð ég að fá útrás.

Yngsta dóttir mín, 9 ára, er orðin svo félagslega einangruð af jafnöldrum sínum að ég get ekki þagað lengur. Hún á enga vinkonu í bekknum sínum (þessi eina sem hún átti í bekknum var flutt í annan bekk). Það eru reyndar tveir strákar í bekknum sem hún telur til vini sína, en vandamálið er ekki bekkurinn, heldur það sem gerist eftir skólann. 

Hún hringir og ég skutla henni að spyrja eftir "vinkonum" sínum, en þær koma alltaf með einhverjar lélegar afsakanir. Nú er svo komið að ég er búin að banna henni að hringja í sumar þeirra, einfaldlega vegna þess að ég þoli ekki svipinn á henni lengur þegar henni er hafnað hvað eftir annað. Hún átti góða vinkonu í næsta húsi, en allt í einu vildi hún ekki leika lengur, eitt skiptið sem hún fór að spyrja eftir henni sagði litli bróðir hennar við hana:"Hún vill ekki leika við þig, henni finnst þú leiðinleg." Hvernig á 9 ára barn að geta unnið úr svona?

Í gær hitti hún 3 stelpur niðri á Stakkó, tvær þeirra, og þá sérstaklega ein, voru einu sinni mjög góðar vinkonur hennar. Þær komu heim og léku sér í klukkutíma, svo fóru þær allar út. Eftir smá stund kom dóttirin ein heim, ég spurði hvar hinar stelpurnar væru? "Þær þurftu að fara heim í mat." var svarið. Stuttu seinna sagði hún við mig:"Ég veit alveg að þær voru ekki að fara heim, ég heyrði xxxxxxx segja: Vorum við ekki bara að segjast fara heim til að losna við hana, erum við ekki að fara að leika?" Og ein þeirra kinkaði kolli. Ég veit ekki hvor tók þetta nærri sér, ég eða hún.

Nú er staðan þannig að mig langar helst að flytja burt af eyjunni með hana. Hérna er ekkert fyrir hana að sækja. En eins og eiginmaðurinn segir, þá er það ekki lausn vandans, en hver er hún þá? Hún er greind með athyglisbrest en ekki ofvirkni, hún er að bíða eftir að fara til barnalæknis í Reykjavík, vonandi getur hún hjálpað henni eitthvað, en það leysir samt ekki þessa félagslegu einangrun sem hún er fyrir. 

Mér finnst ég vera að upplifa eineltið á mér aftur í gegnum hana, vonandi verður það þó ekki jafn slæmt og það sem ég lenti í. Ég er enn þann dag í dag að eiga við það, ég hef aldrei farið á  árgangsmót og langar ekki til þess. Mig langar ekki að hitta stelpurnar sem lögðu mig í einelti, þó að þær séu sennilega löngu búnar að gleyma þessu. Ég flutti úr heimabyggð minni strax eftir 10. bekk og hef enga löngun til að flytja þangað aftur, þó svo að ég eigi bæði systur og bróður þar, fyrir utan svo börnin þeirra og aðra ættingja. Verður þetta líka svona hjá henni? Flytur hún af eyjunni 16 ára til þess aldrei að flytja hingað aftur? Verður þetta minningin sem mun fylgja henni út lífið, krakkar sem eyðilögðu fyrir henni barnæskuna? Enn er ekki of seint að breyta þessu, en hvað get ég gert? Ég veit hvernig er að vera sá sem er lagður í einelti en hvernig tækla ég þá sem leggja í einelti? Ég kann það ekki, hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera.

Ef þetta væri vandamál í skólanum myndi ég að sjálfsögðu hafa samband við skólann, en þetta er aðallega utan skólatíma. Það var einn strákur í bekknum hennar sem lagði hana í einelti, ég hafði samband við móður hans og nú er það allt í lagi. Takk fyrir það.

Síðustu helgi var hún ein heima hjá mér alla helgina. Þetta er venjuleg helgi hjá henni, ein heima með mömmu. Engin til að leika við nema mamma og kötturinn. Hún er hætt að reyna að hringja í stelpurnar um helgar, meira að segja frænkur sínar, það er alltaf sama svarið. Þegar við erum búin að fá höfnun nógu oft hættum við að reyna, það er bara eðli mannsins. 

Er ennþá að spá í að flytja héðan þrátt fyrir þessa útrás. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mathilda mín það skiptir ekki máli hvort þetta er á skólatíma eða utan.   Skólastjórnin þarf að taka á þessu.   Minn strákur er ofvirkur með athyglisbrest, hann var komin í svona vandræði, átti enga vini og varð fyrir allskonar áreiti.  Ég ræddi vandamálið við aðstoðarskólastjórann og það var sett upp teymi til að fylgjast með og ræða við börnin um einelti.  Þetta er hræðilegt að vita af.  En svo var hann greindur og fékk viðeigandi lyf og í dag er hann með þeim vinsælustu í skólanum á fullt af vinum.  Þú ættir líka að skoða hvort hægt er að ræða við sálfræðing, kemur ekki einhver slíkur af og til til Eyja?  Hingað kemur einn sem heitir Jóhann hann er afar góður og þekkir svona vandamál vel.  Farðu fram á að félagsmálaapparatið fái hann í heimsókn ef enginn slíkur kemur reglulega.  Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í svona aðstöðu.  Það er rétt hjá eiginmanni þínum það dugar ekki að flytja, því barnið situr upp með hnútinn í maganum og reynslu sem ekki hefur verið unnið úr.  En endilega hafði samaband við það sem kallast fjölskyldu og skólaskrifastofa þar á að vera fólk sem getur tekið á svona málum og á að hafa úrræði til að laga þetta.  Gangi þér vel elskuleg og sendi mínar bestu kveðjur til litlu telpunnar þinnar.  Þetta er engan veginn henni að kenna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 11:43

2 identicon

Ég lenti í einelti í Eyjum og flutti um leið og ég gat s.s þegar ég var 18 ára!

Ég vildi óska að mamma og pabbi höfðu flutt löngu áður en ég þurfti að flýja sjálf!

Kanski gefa þessu nokkra mánuði og ef ekkert gerist þá myndi ég ráðleggja þér að flytja bara!

Anna (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 14:17

3 identicon

Já, eins og þú veist, þá lennti ég líka illa í því í Eyjum. Og það er mjög erfitt að koma sér upp úr því þegar maður býr á þessari fokkin eyju og ég efa það eiginlega að það sé hægt..
Díses kræst hvað þetta fer í taugarnar á mér.

Margrét (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 16:53

4 identicon

Ég varð fyrir miklu og ljótu einelti í litlu þorpi rétt fyrir utan RVK. Það var mjög erfitt að eiga við það en þegar ég var að fara í 10.bekk bauðst mér að skipta um skóla, fara í heimavist, og það var það besta sem kom fyrir mig, nýtt umhverfi og nýtt fólk sem vissu ekkert um mig og mitt einelti. Gat byrjað alveg uppá nýtt. Það getur verið nóg fyrir barn sem verður fyrir einelti er að geta byrja uppá nýtt á nýjum stað. Mömmuinnsæið er oftast rétt!!

Ég er sannfærð um það að ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun þá væri ég ekki sú sem ég er í dag, ágætlega menntuðm gift með 4 börn og HAMINGJUSÖM.

En gangi þér og ykkur vel með þetta allt.

Karó (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 16:58

5 identicon

Ég lenti í einelti þegar ég var 13 ára, mamma mín hjálpaði mér mjög mikið í gegnum það pabbi var að vinna í Reykjavík svo hann var ekki jafn mikið inn í því. En mamma lét heira í sér talaði við kennarana mína og skólan, ég var lengi að segja mömmu minni allt sem var í gangi en þegar ég var farin að skrópa og neita að fara í skólan tók hún betur eftir þessu. svo endaði það með því að eg skipti um bekk og þá breittist allt. eg eignaðist vinkonur og leið miklu betur. Það bjargaði mér algjörlega að eiga svona góða mömmu sem stóð við bakið á mér og hjálpaði mér í gegnum þetta. ég held ég hefði ekki endliega opnaði mig fullkomlega þegar við fluttum í bæjin tveimur árum seinna ef að við mamma hefum ekki unnið á vandamálum okkar á staðnum, þetta getur sótt hugan svo lengi eftirá.

Vonandi gengur allt vel upp hjá ykkur :)

dísa (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 22:34

6 identicon

ellsku mamma min það er ógerlegt virðist vera að búa við einelti og er það jú skelfilegur hlutur sem á sér stað OF OFT..

eg hef nú aldeilis verið uppnefndur ljótt og lagður í hrottafengið einelti í skóla en mín hegðun átti stórann leik í því þar sem eg var erfiður með atiglisbresst og langaði bara ekki að vera í skóla sökum þess...

fólk hefur verið að tína sjálfum sér í geðveiki og tekið sitt líf sökum eineltis ...

ef eg get með eitthverju móti hjálpað þá verður það verkefni numer 1

eg elska litlu systur mína og skal glaður fara með henni og gera eitthvað með henni þegar eg kem næst til eyja og ef eitthver pípir á mig þá þeiti eg alla mína þokulúðra bara fyrir ágústu mína <3

svavar þór georgsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 23:18

7 identicon

Æji hvað maður finnur til með henni ;/ Eins & þú veist þá lenti ég í einelti með dóttur þinni (þó aðallega bara seinnipart grunnskólans, en fyrir það var það ekki mikið, en þó eitthvað) & ég veit ekki hvernig er hægt að tækla gerendurna.. & það eru líka svo margir foreldrar gerenda sem eru í algjörri afneitun um að börnin þeirra geti gert svona lagað.. :/

& þeir sem hafa aldrei verið laggðir í einelti geta ímynda sér það augnablik sem þeim hefur liðið sem mest "útúr" (þegar þú mætir í veislu & ert "overdressed" eða ekki nógu fínt klædd/ur, eða þegar allir í kringum þig eru að tala um eitthvað sem þú mátt alls ekki vita & þú færð á tilfinninguna að það sé verið að tala um þig o.s.frv) & ímynda sér að líða þannig allan dasginn, á hverjum degi, alla daga í einhver ár.. getiði ímyndað ykkur hvað þetta er niðurbrjótandi?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 23:25

8 identicon

Við vorum 4 í mínum bekk svo vorum lagðar í einelti, kennarinn tók ekki eftir því. Svo þegar hún loksins tók eftir því, varð hún svo reið, talaði stranglega við hvern einasta nemanda og lét þá biðja okkur fyrirgefningar. Án djóks það hjálpaði ekkert smá mikið!.

Hulda (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 17:37

9 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ömurleg að heyra þetta..

Ég kannast sjálf við svona úr minni bernsku og svo með "dóttur minni" sem er fædd 1988.

Þar var rosa samkeppni um útlit og vinahóp.

Mín var ekki að komast inn í þessa "reglu" (eins og í bíómyndunum) og var útilokuð af einum 6 eða 7 stelpum í bekknum sem réðu öllu..

Þær voru jú allflestar rosa sætar...það vantaði ekki en dóttir mín var það líka og er mjög falleg enda hefði hún ekki verið í úrslitum sem Ungfrú Suðurland á sínum tíma kannski var þetta bara öfund út í útlit hennar og þær ekki viljað hafa svona samkeppni sem þær sáu í henni. En þær voru virkilega vondar við hana og buðu henni ekki í afmæli o.s fr.. Hún eignaðist reyndar eina góða vinkonu sem hafði mjög sérstakt útlit og mjög falleg stelpa en hún flutti með foreldrum sínum norður á Akureyri. Það er ömurlegt að horfa uppá barnið sitt verða fyrir svona einelti í hvað mynd sem það er. Baráttukveðjur til þín og þinna..

 

 

 

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 3.3.2012 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 106488

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband